Pistlar 2016

föstudagur, 12. febrúar 2016

Mun ISAL-deilan setja SALEK í uppnám?

Til að ná fram vitrænum kjaraviðræðum í ISAL-deilunni lögðu stéttarfélögin fram tillögu, á síðasta fundi hjá Ríkissáttasemjara, um að kjarasamningur SA / Rio Tinto Alcan á Íslandi (ISAL) færi undir rammasamkomulag ASÍ og SA frá 27. október 2015. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins fari öll sem eitt eftir þeirri stefnu sem samtökin hafa sett nafn sitt undir og starfað hefur verið eftir við gerð kjarasamninga að undanförnu.

þriðjudagur, 5. janúar 2016

Blikur á lofti til sjós

VM hélt fimm félagsfundi með vélstjórum á fiskiskipum milli jóla og áramóta, auk þess sem vélstjórar á Ísafirði og Vestmanneyjum, tóku þátt í fundinum í Reykjavík með fjarfundabúnaði. Tilgangur fundarherferðarinnar var að fara yfir stöðu mála.