Pistlar 02 2014

þriðjudagur, 25. febrúar 2014

Höldum áfram að settum markmiðum VM

Sáttartillaga Ríkissáttasemjara sem samninganefndir VM ákváðu að senda í kosningu var sett fram þegar stefndi í að við mundum slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þær viðbætur sem fengust í aukningu á orlofs- og desemberuppbætur eru til viðbótar þeim launahækkunum sem voru í kjarasamningnum frá 21. desember 2013. Nú er það undir félagsmönnum VM komið að taka afstöðu og vona ég að við sjáum betri þátttöku í kosningunni nú en var um kjarasamninginn sem var felldur.