Pistlar 03 2013

mánudagur, 11. mars 2013

Að elta skottið á sér.

Ósjaldan hefur maður séð hund vera að elta skottið á sér, þá hefur komið upp í huga manns hvað greyið sé vitlaust. Þessi samlíking kom upp í huga mér nú þegar við enn og aftur stöndum frammi fyrir því verkefni að ná tökum á víxlverkun kauplags, verðlags og verðbólgu, með handónýtan gjaldmiðil.