Pistlar

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 16. apríl 2021

Föstudagspistill formanns 14.04.2021

Nú erum við byrjuð að af létta fjöldatakmörkunum vegna covid einu sinni enn. Vonandi eru við að komast á þann stað í baráttunni við covidið að ekki þurfi að grípa oftar til eins harðra aðgerða og hafa verið undafarna 13 mánuði.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

miðvikudagur, 31. mars 2021

Páskapistill 2021

Páskarnir eru að ganga í garð hjá okkur og kærkomið frí að hefjast fyrir flesta. Föstudagspistla skrif mín hafa dottið upp fyrir það sem af er árinu vegna anna. Bæði er mikið búið að vera að gera í samningagerð auk þess sem félagið flutti sig um set, frá Stórhöfða 25 og að Stórhöfða 29. Það þýðir að við erum komin í sama húsnæði og önnur iðnaðarmannafélög en markmið þessara flutninga er að samvinna félaganna aukist og ýmis konar stoðþjónusta verði samnýtt.

Gudmundur Helgi-1.jpg

fimmtudagur, 24. desember 2020

Er það réttlátt?

Á þessum fordæmalausu tímum, hversu oft höfum við heyrt eða lesið þessi orð á síðustu dögum og misserum. Það er líka ljóst að ekkert okkar hefur upplifað svona tíma áður. Það þarf að leita allt til 1918 þegar Spánska veikin geisaði til þess að finna hliðstæðu.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 20. nóvember 2020

Föstudagspistill formanns 20.11.2020

Í morgun bárust þær fréttir frá ríkisstjórninni að breyta ætti skattkerfinu á þá leið að frítekjumark vaxtatekna ætti að hækka úr 150.000 í 300.000 á ári. Þ.e að ekki þurfi að greiða fjármagnstekjuskatt af fyrstu 300.000 þúsundum sem einstaklingar hafa í vaxtatekjur.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 6. nóvember 2020

Föstudagspistill formanns 06.11.2020

Í síðustu viku brann mest á okkur hér á skrifstofu VM málefni Júlíusar Geirmundssonar og ótrúlega framkomu útgerðirnar. Benti ég þar á grein eftir Heiðrúnu Lind framkvæmdarstjóra SFS sem ber heitið Sjávarútvegur og samfélagið.

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 30. október 2020

Föstudagspistill formanns 30.10.2020

Á heimasíðu hagsmunasamtaka útgerðarmanna er núna verið að kynna nýja samfélagsstefnu, einkunnarorð stefnunnar eru „ábyrgur sjávarútvegur í sátt við umhverfi og samfélag“. Þar er talað um nokkur atriði t.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 9. október 2020

Föstudagspistill formanns 09.10.2020

Vegna anna hef ég að undanförnu ekki komist í föstudagspistlana undanfarið en verður bætt úr því núna. Það sem ber hæðst hjá félaginu er verkfallsboðunin í álverinu í Hafnarfirði. Kosningu um heimild til verkfalls lauk miðvikudaginn s.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 18. september 2020

Föstudagspistill 18.09.2020

Enn er komið að föstudagspistli, vikurnar fljúga frá okkur hér á skrifstofu VM. Fundað var í kjaradeilu vegna starfsmanna í álverinu í Hafnarfirði í vikunni. Ég get ekki sagt annað en að útspil Río tinto og SA á þeim fundi hafi verið mikil vonbrigði, það eina sem starfsmenn fyrirtækisins eru að fara fram á sömu hækkanir og voru í lífskjarasamningunum.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 11. september 2020

Föstudagspistill formanns 11.09.2020

Föstudaspistillinn fékk frí í síðustu viku, ástæðan var annasöm vika þar sem hæst bar framhaldsaðalfundur félagsins sem haldinn var s.l fimmtudag á Grandhótel Reykjavík. Einnig var sú vika annasöm vegna kjaramála, fundað var í tveimur deilum hjá ríkissáttasemjara en það eru annarrsvegar vegna vélstjóra á Hafrannsóknarskipum og hinsvegar vegna félagsmanna okkar hjá álverinu í Hafnarfirði.

guðmhelgi.jpg

föstudagur, 28. ágúst 2020

Föstudagspistill 28.8.2020.

Eitt af stærri verkefnum vikunnar hér af skrifstofu VM er án efa kjaradeila starfsmanna álversins í Hafnarfirði og Rio Tinto. Fyrsti samningafundur deilunnar var hjá sáttasemjara í vikunni, fyrirtækið mætti með tómt blað á þann fund.