15.6.2022

Neistinn 2022

Neistinn er viðurkenning sem Tryggingamiðstöðin og VM veita fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf.
Handhafi viðurkenningarinnar í ár er Sigurður Jóhann Erlingsson yfirvélstjóri á Páli Pálssyni ÍS-102.
Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á starfi yfirvélstjórans og veita þeim sem skara fram úr viðurkenningu fyrir fyrirmyndarstörf.
Við val á viðtakanda er leitað umsagnar skoðunarstofa og flokkunarfélaga sem leggja til grundvallar m.a. ástand skoðunarskylds vélbúnaðar, öryggis-og viðvörunarbúnaðar, rekstur á vélbúnaði skipsins og umgengni í vélarúmi.