Fréttir 01 2022

Logo VM með texta

miðvikudagur, 26. janúar 2022

Kynning á Fagfélögunum

Á aðalfundi 2019 var samþykkt að VM myndi flytja sig um húsnæði, kaupa Stórhöfða 29 með það að markmiði að auka samvinnu með öðrum iðnaðarmannafélögum á Stórhöfðanum.  Í meðfylgjandi kynningu koma fram hugmyndir félaganna að þeirri samvinnu.

Kerfodrun-undirskrift-12-01-2022.jpg

föstudagur, 21. janúar 2022

Kjarasamningur við Kerfóðrun samþykktur

Í gær lauk atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings við Kerfóðrun. Þrjú stéttarfélög eru aðilar að samningnum VM, FIT og Hlíf í Hafnarfirði. Samningurinn var samþykktur með 68% atkvæða, 17% voru á móti og 4% sátu hjá.

Kerfodrun-undirskrift-12-01-2022.jpg

miðvikudagur, 12. janúar 2022

Skrifað undir kjarasamning við Kerfóðrun

Í dag miðvikudaginn 12. janúar skrifðu stéttarfélögin FIT, VM og Hlíf undir kjarasamning fyrir hönd félagsmanna sinna við Kerfóðrunehf. Samningur stéttarfélaganna og Kerfóðrunar er í takt við aðra sambærilega kjarasamninga sem gerðir hafa verið undanfarin ár þar sem lögð er áhersla á að verja kaupmátt og stytta vinnuvikuna.