6.10.2021

Kjarakönnun VM 2021 er hafin!

VM hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi.

Í dag fengu þeir þátttakendur sem eru á póstfangalista VM, tölvupóst frá Félagsvísindastofnun með hlekk á könnunina. Þeir þátttakendur sem ekki eru á tölvupóstfangalista VM fá sent bréf.

Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í kjarakönnuninni. Spurt er um laun fyrir september árið 2021 og ýmsar bakgrunnsupplýsingar. Þátttakendur þurfa því að hafa launaseðil fyrir september mánuð við hendina.

ATH. Svona fjölpóstur getur lent í ruslpósti móttakenda.