14.9.2021

Golfmót iðnfélaganna var haldið laugardaginn 11.september á golfvelli Jaðars á Akureyri

Alls tóku 88 manns þátt í frábæru golfmóti sem iðnfélögin héldu fyrir sína félagsmenn hjá Golfklúbbi Akureyrar að Jaðri. Voru þáttakendur víðsvegar af landinu og voru menn almennt mjög ánægðir með þetta skemmtilega mót. Umsjón mótsins var undir FMA og Rafiðnaðarmanna í þetta sinn. Leikið var í tveggja manna texas fyrirkomulagi þar sem betri bolti var valinn. Nándarverðlaun voru fyrir högg á öllum par 3 holum og 3 högg á 15. braut. Einnig voru mörg úrdráttarverðlaun og teiggjafir til félagsmanna og matur að loknu móti.

Sigurvegarar mótsins með 14 högg undir pari voru 1. Hallur Guðmundsson Rafeindavirki og makker Lárus Ingi Antonsson með -14 frá Rafís 2. Jóhann Rúnar Sigurðsson og Guðrún Sigurðardóttir með -11 frá FMA 3. Unnar þór Axelsson og Sigurður Hreinsson með -10 frá Matvís 4. Gunnar Rafnsson og Arnar Óskarsson með -10 frá FMA 5. Helgi Einarsson og Guðbjörn Ólafsson með -9 frá Rafiðnaðarsambandinu.

  • 20210911_122451.jpg
  • 20210911_133746.jpg
  • 20210911_184402.jpg
  • 20210911_184614.jpg
  • 20210911_184646.jpg
  • 20210911_184738-002-.jpg
  • 20210911_190306.jpg