30.8.2021

Ferð eldri félaga VM 2021 var farin 26. ágúst

Ferð eldri félaga VM var farin þann 26. ágúst. Farin var dagsferð um Reykjanesið þar sem m.a. var stiklað á stóru um ævi Hallgríms Péturssonar mesta sálmaskálds Íslendinga, en hann þjónaði sem prestur í Hvalnessókn á árunum 1644 til 1651.

Lagt var af stað frá Stórhöfða um klukkan tíu um morguninn og þaðan ekið með um 50 manns í rútu sem leið lá í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar og þaðan um Vatnsleysuströnd áður en haldið var í Hvalneskirkju. Veðrið lofaði góðu þegar lagt var af stað úr Reykjavík og hélst þannig allan daginn.

Eftir viðkomu í Hvalneskirkju var haldið í Röstina við Garðskagavita þar sem snæddur var hádegisverður. Eftir máltíðina var svo haldið að Gunnuhver og Brimkatli og stoppað þar í góða stund áður en haldið var í kaffisamsæti í Bryggjunni í Grindavík.

Gunnuhver
Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríki Magnússyni, presti í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn

Brimketill
Þjóðsaga ein segir frá nátttröllinu Oddnýju sem bjó í Háleyjabungu, rétt vestan við Brimketil, ásamt Hróari manni sínum og syni þeirra Sölva. Eina nóttina fór hún út að Ræningjaskeri rétt austan við Brimketil til að ná í hvalhræ sem hafði rekið að landi. Í bakaleiðinni hvíldi hún sig og baðaði í Brimkatli. Þegar hún hélt loks heim á leið komst hún ekki langt þar sem sólin kom upp um það leyti. Varð hún því að steini og sást þarna lengi sem hár bergdrangur, allt þar til sjórinn braut hann smám saman niður. Brimketill hefur því einnig verið nefndur Oddnýjarlaug í höfuð á nátttröllinu.

Bryggjan er notalegt kaffihús, sem og veitingastaður, staðsettur á bryggjunni við hliðina á Grindavikurhöfn í gömlu netagerðinni. Þar fengum við hann Aðalgeir Jóhannsson netagerðarmann til að segja okkur sögur úr Grindavík.

Eftir vel heppnaða og skemmtilega ferð var svo komið á Stórhöfðann um hálf sex.

Mikil ánægja var með ferðina og að sjálfsögðu er byrjað að leggja drög að nýrri ferð að ári.

 • 20210826_111949.jpg
 • 20210826_112036.jpg
 • 20210826_112247.jpg
 • 20210826_112251.jpg
 • 20210826_114812.jpg
 • 20210826_123148.jpg
 • 20210826_123414.jpg
 • 20210826_123437.jpg
 • 20210826_123441.jpg
 • 20210826_123444.jpg
 • 20210826_123455.jpg
 • 20210826_142333.jpg
 • 20210826_142339.jpg
 • 20210826_142342.jpg
 • 20210826_142443.jpg
 • 20210826_142451.jpg
 • 20210826_142454.jpg
 • 20210826_142856.jpg
 • 20210826_145002.jpg
 • 20210826_145006.jpg
 • 20210826_145139.jpg
 • 20210826_145217.jpg
 • 20210826_152445.jpg
 • 20210826_152450.jpg
 • 20210826_152455.jpg
 • 20210826_152458.jpg
 • 20210826_152513.jpg
 • 20210826_152557.jpg
 • 20210826_152609.jpg
 • 20210826_152617.jpg
 • 20210826_153355.jpg
 • 20210826_153413.jpg
 • 20210826_155124.jpg
 • 20210826_155133.jpg
 • 20210826_155141.jpg
 • 20210826_155146.jpg
 • 20210826_155249.jpg
 • 20210826_155254.jpg
 • 20210826_155356.jpg
 • 20210826_155404.jpg
 • 20210826_155414.jpg
 • 20210826_155419.jpg
 • 20210826_162020.jpg