31.3.2021

Kjaradeilu VM og SFS vísað til ríkissáttasemjara

VM félag vélstjóra og málmtæknimanna hefur vísað kjaradeilu sinni við SFS til Ríkissáttasemjara. 

Nokkrir samningafundir hafa farið fram á milli aðila en ljóst var í síðustu viku að ekkert miðaði við samningaborðið. 

VM hefur verið í samfloti við Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands og verður svo áfram. 

Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni en það verður væntanlega gert strax eftir páska.