Fréttir 03 2021

Logo VM með texta

miðvikudagur, 31. mars 2021

Kjaradeilu VM og SFS vísað til ríkissáttasemjara

VM félag vélstjóra og málmtæknimanna hefur vísað kjaradeilu sinni við SFS til Ríkissáttasemjara.  Nokkrir samningafundir hafa farið fram á milli aðila en ljóst var í síðustu viku að ekkert miðaði við samningaborðið.

Logo VM með texta

fimmtudagur, 25. mars 2021

Móttaka skrifstofu VM lokuð um óákveðinn tíma

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður móttaka skrifstofu VM lokuð frá og með fimmtudeginum 25. mars um óákveðinn tíma. Við munum kappkosta að veita eins góða þjónustu og mögulegt er í gegnum síma og tölvupóst.