4.1.2021

Breytingar á kjörum 1. janúar 2021 – samkvæmt kjarasamningum við SA

Breytingar á kjörum 1. janúar 2021 – samkvæmt kjarasamningum við SA

  • Öll dagvinnulaun hækka um a.m.k. kr. 15.750
  • Lágmarkslaun sveina verða kr. 454.756,- hjá RSÍ, Samiðn, VM og FHS.
  • Tímakaup hækkar a.m.k. um 98,5 kr. pr. tíma miðað við 160 klst á mánuði eða 101 kr. pr. tíma miðað við 156 klst á mánuði.
  • Kauptaxtar hækka sérstaklega í samræmi við kjarasamninga. Þeir eru breytilegir eftir kjarasamningum.

 

Breyting á yfirvinnuálagi

Yfirvinna 1

Yfirvinna 1 er greidd fyrir fyrstu 4 klst á viku að jafnaði eða 17,33 klst á mánuði. Álag á yfirvinnu 1 verður 1 % af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Yfirvinna 2 er greidd umfram það.

Yfirvinna 2

Yfirvinna 2 greiðist fyrir alla tíma umfram 17,33 yfirvinnutíma á mánuði og á nóttunni á milli                         kl. 00:00-06:00. Álag á yfirvinnu 2 verður 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Mánaðarlaun (dæmi)

Álag

Tímakaup yfirvinna 1

518.000 kr.

1,02%

5.284 kr. fyrir breytingu

533.750 kr.

1,00%  yfirvinna 1

5.338 kr. eftir breytingu

 

Mánaðarlaun (dæmi)

Álag

Tímakaup yfirvinna 2

518.000 kr.

1,10%

5.698 kr. fyrir breytingu

533.750 kr.

1,15% yfirvinna 2

6.138 kr. eftir breytingu

Ávinnsla orlofs breytist

Við grein 4.1. bætist eftirfarandi:

Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í starfsgrein hefur rétt á orlofi í 28 daga og orlofslaunum sem nema 12,07%. Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022.

Stytting vinnuvikunnar 1. apríl 2020

Starfsmenn eiga rétt á að fram fari viðræður um vinnutímastyttingu í 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði samhliða niðurfellingu kaffitíma skv. gr. 3.1.2 í kjarasamningi. Stjórnendur fyrirtækja geta einnig óskað eftir viðræðum.

Ef samkomulag verður á milli aðila vegna bættrar nýtingar vinnutíma og aukinnar framleiðni skiptist ávinningur milli starfsmanna og atvinnurekanda, hlutdeild starfsmanna felst í viðbótarstyttingu virks vinnutíma um 13 mín. á dag eða 65 mín. á viku.

Viðbótarstytting virks vinnutíma:

Náist samkomulag um styttingu vinnuvikunnar verður virkur vinnutími 36 klst. á viku, án skerðingar mánaðarlauna (deilitala dagvinnutímakaups 156 í stað 160 með 2,56% hækkun dagvinnutímakaups).

Yfirvinna 1 greiðist áfram af fyrstu 4 klst. á viku að jafnaði umfram 36 klst. í dagvinnu eða 17,33 klst. á mánuði.

Stéttarfélögin sem standa að þessum kjarasamningum eru tilbúin að veita aðstoð við útfærslu og vera félagsmönnum sínum innan handar við styttingu vinnuvikunnar