17.9.2020

VM, FMA og FIT gáfu galla í Verkmenntaskóla Akureyrar

Gallarnir eru gjöf til nemenda sem eru að byrja á grunndeild málm- og véltæknigreina hjá Verkmenntaskólanum á  Akureyri. Ætlast er til að nemendur séu klæddir göllunum þegar þeir stunda nám í verklegum greinum. Einnig skulu nemendur vera í öryggisskóm öllum stundum, nota öryggisgleraugu og hanska þar sem það á við. Þeir sem gefa nemendum gallana eru FMA, VM og FIT sem er Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Félag vélstjóra og málmtæknimann og Félag iðn og tæknigreina. Okkur hjá VM finnst gott að geta tekið þátt í góðu verkefni eins og þetta er.