10.9.2020

Framhaldsaðalfundur VM

Framhaldsaðalfundur VM var haldinn 3. september s.l. á Grand Hótel í Reykjavík. Vegna Covid faraldursins og samkomubanns var ekki hægt að halda aðalfund félagsins með eðlilegum hætti fyrir lok apríl, eins og lög félagsins kveða á um. Til að uppfylla lög félagsins var því haldinn stuttur fundur þann 30. apríl s.l. sem var sendur út á netinu. Félagsmenn gátu skráð sig á fundinn með tölvupósti. Megin verkefni fundarins var að fresta aðalfundi þar til aðstæður leyfa og tilkynna niðurstöður stjórnarkjörs, svo ný stjórn geti tekið til starfa. Stjórn félagsins tímabilið 2020 til 2022 skipa eftirtaldir.
Aðalmenn:
Samúel Ingvason, Agnar Ólason, Kristmundur Skarphéðinsson, Pétur Freyr Jónsson, Sigurður Gunnar Benediktsson, Einar Sveinn Kristjánsson, Andrés Bjarnason og Sigurður Jóhann Erlingsson.
Varamenn:
Svanur Gunnsteinsson, Þorsteinn Hjálmarsson, Guðni Þór Elisson, Símon Guðvarður Jónsson, Brynjólfur Árnason, Jón Kornelíus Gíslason, Arnar Már Jónsson og Örn Friðriksson.

Fyrir framhaldsaðalfundinum lágu tillögur um breytingar á reglugerð styrktar- og sjúkrasjóðs félagsins ásamt því að kjósa nýja stjórn sjóðsins. Þeir Braga Eyjólfsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Stjórn félagsins þakkar þeim störf sín fyrir sjóðinn. Kosið var á fundinum milli eftirtalinna einstaklinga: Brynjars Viggóssonar (Björgun ehf.), Reinhold Richter (Ísal), Valbjörns Höskuldssonar (Þorbjörn hf.) og Þorsteins Hjálmarssonar (Fjölbrautaskóli Suðurnesja).
Niðurstaða kosningarinnar var að þeir Brynjar Viggósson, Reinhold Richter og Valbjörn Höskuldsson skipa næstu stjórn sjóðsins ásamt stjórnarmanni, sem stjórn félagsins velur, og formanni félagsins.

Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt
Aðalfundur VM fordæmir vinnubrögð SA og fyrirtækja innan þeirra raða í kjaradeilum flugfreyja hjá Icelandair og sjómanna hjá útgerð Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.
Á íslenskum vinnumarkaði gilda bæði lög og hefðir sem farið hefur verið eftir í áratugi. Það er bæði óþolandi og ólíðandi að Samtök atvinnulífsins ætli að spila eftir öðrum leikreglum í dag. Ljóst er að traust launafólks á atvinnurekendum og samtökum þeirra fer hratt þverrandi þessa dagana og ef friður á að haldast á vinnumarkaði, á þeim erfiðu tímum sem nú eru, þurfa atvinnurekendur og fyrirtæki að leika eftir réttum og sanngjörnum reglum.

 • 20200903_170424.jpg
 • 20200903_170455.jpg
 • 20200903_170501.jpg
 • 20200903_170511.jpg
 • 20200903_170536.jpg
 • 20200903_170540.jpg
 • 20200903_170546.jpg
 • 20200903_170603.jpg
 • 20200903_170606.jpg
 • 20200903_170747.jpg
 • 20200903_170824.jpg
 • 20200903_170827.jpg
 • 20200903_171851.jpg
 • 20200903_171909.jpg
 • 20200903_171929.jpg
 • 20200903_171951.jpg
 • 20200903_172004.jpg
 • 20200903_172010.jpg
 • 20200903_172527.jpg
 • 20200903_174337.jpg
 • 20200903_174515.jpg
 • 20200903_175628.jpg
 • 20200903_180206.jpg
 • 20200903_180424.jpg
 • 20200903_180425.jpg
 • 20200903_180544.jpg
 • 20200903_181355.jpg
 • 20200903_181638.jpg
 • 20200903_181729.jpg
 • 20200903_182308.jpg
 • 20200903_183406.jpg
 • 20200903_184022.jpg
 • 20200903_184041.jpg
 • 20200903_184254.jpg
 • 20200903_185757.jpg
 • 20200903_190029.jpg
 • 20200903_194742.jpg
 • 20200903_194850.jpg
 • 20200903_194906.jpg