29.4.2020

Skiptaverð hækkar þann 1. maí 2020

Meðalverð gasolíuverði á Rotterdammarkaði hefur lækkað verulega að undanförnu vegna covid-19 faraldursins. Fyrir maímánuð verður olíuverðsviðmiðunin 262,20 $/tonn og hefur lækkað úr 379,96 $/tonn frá aprílmánuði. 

Þetta þýðir að skiptaverð hækkar. Ísaður afli sem seldur er skyldum aðila, hækkar úr 70,5% í 75,5% af aflaverðmæti skipsins. Þegar ísaður afli er seldur óskyldum aðila eða á fiskmarkaði hækkar skiptaverðið úr 70% í 75% af aflaverðmætinu (uppboðskostnaður á fiskmörkuðunum dreginn frá áður en skiptaverð er reiknað).

Framangreindar breytingar taka gildi frá og með 1. maí næstkomandi.

Hér má sjá þróun skiptaverðmætishlutfallsins frá áraramótum