17.3.2020

Þjónusta skrifstofu VM vegna Covid-19

Félagsmenn VM eru hvattir til að hringja frekar á skrifstofuna, í síma 575-9800, en að koma þangað.
Einnig má senda fyrirspurn á netfangið vm@vm.is.
Öllum fyrirspurnum svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.
Á heimasíðu VM er félagavefur og umsóknargátt alltaf opin.
Þar er meðal annars hægt að sækja um alla styrki á Umsóknargátt  og orlofskosti á félagavef.
Til að komast inn á Félagavef og Umsóknargátt þarf rafræn skilríki. Einnig er hægt að skanna inn og senda umsóknir og fylgigögn á netfangið vm@vm.is ef rafræn skilríki eru ekki fyrir hendi.
Opnunartími skiptiborðs: Opið frá kl. 9.00 til 16.00, mánudaga til fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Sjá nánari upplýsingar um neyðarstig vegna COVID-19