13.3.2020

Kosning um verkfall hjá ÍSAL

Atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna hjá ÍSAL lauk klukkan 13 í dag.
 Félagsmenn VM á kjörskrá voru 43 og greiddu 38 eða 88,37% þeirra atkvæði.
 Já sögðu 36 eða 94,7% þeirra sem þátt tóku í kosningunni. Tveir sögðu nei.
 Verkfallsaðgerðir voru því samþykktar með 94,7% greiddra atkvæða.