13.12.2019

Kjarasamningar VM við Orkuveitu Reykjavíkur samþykktir

Kosningum um kjarasamninga VM vegna starfa vélfræðinga og málmiðnaðarmanna hjá Orkuveitu Reykjavíkur og undirfyrirtækjum lauk kl. 12:00 á hádegi í dag, 13. desember 2019

Kjarasamningur vegna starfa vélfræðinga.
Á kjörskrá voru 40 og greiddu 33 þeirra atkvæði. Þátttaka því 82,5%.
Já sögðu 26, eða 78,79%.
Nei sögðu 7 eða 21,21%.
Engin skilaði auðu.
Samningurinn því samþykktur með tæpum 79% greiddra atkvæða.

Kjarasamningur vegna starfa málmiðnaðarmanna.
Á kjörskrá voru 25 og greiddu 19 þeirra atkvæði. Þátttaka því 76%.
Já sögðu 12, eða 63,16%.
Nei sögðu 7 eða 36,84%.
Engin skilaði auðu.
Samningurinn því samþykktur með rúmlega 63% greiddra atkvæða.