14.11.2019

Kjarasamningur við sveitarfélög undirritaður

Í gær, 13. nóvember 2019, undirrituðu iðnaðarmannafélögin kjarasamninga við Samband sveitarfélaga.
Samningarnir kveða á um hækkanir í takt við aðra samninga á vinnumarkaði.
Vegna reglna um að takmarka eigi mismunun starfsmanna eftir aldri, fá allir starfsmenn sveitarfélaga 30 daga orlof óháð aldri eða starfsaldri.
Mennta- og starfsþróunarkafli samningsins verður endurskoðaður og aðlagaður þörfum iðnaðarmann og vélstjóra.