25.10.2019

Kjarakönnun VM 2019

Kjarakönnun VM 2019 meðal félagsmanna sem starfa í landi er hafin. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd könnunarinnar og sendi tölvupóst með slóð á könnunina í gær, 24. október 2019, á þá þátttakendur sem eru á tölvupóstfangalista VM.

Þeir þátttakendur sem ekki eru á tölvupóstfangalista VM fá tilkynningu um könnunina í pósti. Hringt verður í þá og þeim boðið að gefa upp netfang sitt og fá könnunina senda í tölvupósti eða að svara könnuninni í síma, hafi þeir ekki netfang.

Þeir félagsmenn VM sem eru í úrtaki könnunarinnar eru eindregið hvattir til að taka þátt. Mikilvægt er að þátttaka verði sem best svo niðurstaðan verði sem nákvæmust og marktæk.

Könnunin tekur til septemberlauna árið 2019. Þátttakendur þurfa því að hafa launaseðil fyrir september mánuð við hendina. Spurt er um laun í septembermánuði og ýmsar bakgrunnsupplýsingar.

ATH. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sendi tölvupóst með slóð á könnunina í gær, 24. október 2019, á þá þátttakendur sem eru á tölvupóstfangalista VM. Þ.e. sendandi tölvupóstsins er Félagsvísindastofnun og heiti póstsins er Kjarakönnun VM 2019. Þar er slóð á könnunina. Þátttakendur þurfa ekki aðgangsorð eða auðkenni.