3.6.2019

Heiðranir sjómanna 2019

Sjómannadagurinn fór fram í blíðskapar veðri um allt land núna um helgina.

Eins og undanfarin ár voru sjómenn heiðraðir víðsvegar um landið á sjómannadaginn fyrir störf sín.

Stefán Pétur Hauksson, yfirvélstjóri á Margréti EA 710, fékk neistann, viðurkenningu VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf. Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á hversu þýðingarmikið starf yfirvélstjórans er og um leið að veita þeim sem skara fram úr viðurkenningu fyrir fyrirmyndarstörf.

Í Reykjavík var Kristján S. Birgisson vélstjóri heiðraður.
Á Akureyri afhenti Jónas Kristjánsson, starfsmaður Tryggingamiðstöðvarinnar,
Stefáni Pétri Neistann, viðurkenningu VM og TM.

VM - Félag vélastjóra og málmtæknimanna óskar öllum þeim sem heiðraðir voru til hamingju.

  • _MG_0102.jpg
  • _MG_0142.jpg
  • Neistinn-2019.jpg