13.6.2019

Ferð eldri félaga VM 2019

Ferð eldri félaga VM var farin þann 12. júní. Farin var dagsferð um uppsveitir Árnessýslu þar sem m.a. verður stiklað á stóru um ævi Sigríðar Tómasdóttur, eins merkasta brautryðjanda í náttúruvernd á Íslandi.

Lagt var af stað frá Stórhöfða um klukkan tíu um morguninn og þaðan ekið með rúmleg 90 manns á tveimur rútum sem leið lá í Skálholt og Geysi. Veðrið lofaði góðu þegar lagt var af stað úr Reykjavík og batnaði enn meir þegar komið var austur.
Á Brattholti, heimaslóðum Sigríðar var snæddur hádegisverður. Eftir máltíðina var svo haldið  að Gullfossi og stoppað þar í góða stund enda var Sigríður landskunn fyrir baráttu sína fyrir verndun hans.

Á heimleiðinni var ekið í gegnum Hrunamannhrepp og Flúðir. Komið var við í Brúarhlöðum, sem er efsti hluti af 10 km löngum gljúfrum í Hvítá. Áin hefur grafið farveg sinn í þursaberg og í því eru ýmsar klettamyndanir og skessukatlar.

Eftir vel heppnaða og skemmtilega ferð var svo komið á Stórhöfðann um hálf sjö.

Mikil ánægja var á meðal eldri félagsmanna með ferðina og að sjálfsögðu er byrjað að leggja drög að nýrri ferð að ári.

 • IMG_9596.JPG
 • IMG_9598.JPG
 • IMG_9606.JPG
 • IMG_9609.JPG
 • IMG_9610.JPG
 • IMG_9615.JPG
 • IMG_9624.JPG
 • IMG_9626.JPG
 • IMG_9630.JPG
 • IMG_9638.JPG
 • IMG_9643.JPG
 • IMG_9649.JPG
 • IMG_9653.JPG
 • IMG_9660.JPG
 • IMG_9676.JPG
 • IMG_9678.JPG
 • IMG_9681.JPG
 • IMG_9694.JPG
 • IMG_9697.JPG
 • IMG_9703.JPG
 • IMG_9712.JPG
 • IMG_9721.JPG