8.4.2019

Staða kjaraviðræðna

Þann 3. apríl síðastliðinn skrifuðu Landssamband íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Enn er ekki búið að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir iðnaðaramenn en formlegur fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag.

Á fundinum var farið yfir stöðu mála en næsti fundur verður haldinn á miðvikudaginn í þessari viku.

Iðnaðarmannafélögin funda stíft þessa dagana sín á milli um næstu skref viðræðna. Ljóst er að iðnaðarmannafélögin vilja komast sem fyrst að samningaborðinu til þess að sjá hvort einhver samningsvilji sé hjá SA til þess að laga kjör iðnaðarmanna.