16.4.2019

Söguleg stund þegar samninganefndir iðnfélaganna hittust í fyrsta sinn á sameiginlegum fundi í gær

Í gær mánudaginn 15. apríl voru samninganefndir iðnaðarmannafélaganna kallaðir á fund til þess að fara yfir stöðu kjaraviðræðna. Góð mæting var á fundinn en einnig voru félagsmenn á fjarfundi víðsvegar um landið. Þungt hljóð var í fundarmönnum og öllum ljóst að þolinmæði iðnaðarmanna er þrotin.

Formenn félaganna fóru út af fundinum með skýr skilaboð. Annað hvort verður samið á allra næstu dögum eða iðnaðarmenn eru tilbúnir í verkfallsátök. Þetta var kraftmikill fundur og mikilvægt fyrir formenn félaganna að fá þau skýru skilaboð sem þeir fengu.

  • Kristjan-Þordur.jpg
  • samniganf-idnm-4.jpg
  • samniganf-idnm-5.jpg
  • Samninganf-idnm-1.JPG
  • Samninganf-idnm-2.JPG
  • Samninganf-idnm-3.JPG