23.4.2019

Heimsókn frá Dansk Metal

Á skírdag komu félagar okkar frá Dansk Metal í heimsókn til okkar og fengu að kynna sér starfsemi félagsins. Hópurinn sem kom að heimsækja okkur er frá Fjóni í Danmörku og kom til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga á Íslandi í samanburði við félög í Danmörku. Einnig voru mál eins og samningaviðræður, laun og staða mála á Íslandi rædd. Skemmst er frá því að segja að mikil ánægja var meðal Dananna með þessa heimsókn. Hópurinn kom til landsins á miðvikudaginn og hélt af landi brott á sunnudaginn.     

  • IMG_9591.JPG
  • IMG_9593.JPG
  • IMG_9594.JPG