1.4.2019

Aðalfundur VM 2019

Aðalfundur VM fór fram föstudaginn 29. mars Á Hallveigarstíg 1 í miðbæ Reykjavíkur. Góð mæting var á aðalfundinn og ljóst er að félagsmenn eru áhugasamir að fá fréttir af félaginu.  

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf eins og skýrsla formanns, ársreikningar kynntir og lagabreytingar. 

Undir liðnum önnur mál voru fjórar tillögur frá stjórn félagsins. 

  • Tillaga stjórnar að festa kaup á nýju húsnæði fyrir starfsemi VM að Stórhöfða 29 (samþykkt með því skilyrði að félagið fengi forkaupsrétt á öllu húsnæðinu)
  • Tillaga stjórnar að kaupa sumarhús á Laugarvatni. (fellt)
  • Tillaga stjórnar að byggja nýtt hús á Einarsstöðum. (fellt)
  • Tillaga stjórnar að selja tvö sumarhús á Kirkjubæjarklaustri. (samþykkt)

Einnig kom tillaga úr sal á aðalfundinum að kaupa hús í Hálöndum á Akureyri, var þeirri tillögu vísað til orlofsnefndar VM sem ætlar að vinna að framtíðaráætlun orlofssjóðsins. 

Kristján Kristjánsson sviðstjóri vél- og málmtæknisviðs Iðunnar fræðsluseturs var svo með stutta kynningu í lok fundarins um endurmenntun. 

Að lokum gæddu aðalfundargestir sér á léttum veitingum. Aðalfundurinn tókst vel til, ánægja var með fjölda fundargesta en alltaf má þó gera betur og ljóst er að við ætlum að gera enn betur á næsta ári.