Fréttir 04 2019

Logo VM með texta

föstudagur, 26. apríl 2019

Staða viðræðna

Staða kjaraviðræðna iðnaðarmannafélagann og SA er á viðkvæmu stigi eins og sakir standa. Samningaviðræður hafa verið að mjakast og hefur verið ákveðið að hittast aftur á morgun. Ljóst er þó að hlutirnir þurfa að ganga hraðar á morgun ef samningar eiga að takast á allra næstu dögum.

IMG_9591.JPG

þriðjudagur, 23. apríl 2019

Heimsókn frá Dansk Metal

Á skírdag komu félagar okkar frá Dansk Metal í heimsókn til okkar og fengu að kynna sér starfsemi félagsins. Hópurinn sem kom að heimsækja okkur er frá Fjóni í Danmörku og kom til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga á Íslandi í samanburði við félög í Danmörku.

Logo VM með texta

mánudagur, 8. apríl 2019

Staða kjaraviðræðna

Þann 3. apríl síðastliðinn skrifuðu Landssamband íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Enn er ekki búið að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir iðnaðaramenn en formlegur fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag.

Gildi-logo.png

föstudagur, 5. apríl 2019

Ársfundur Gildis

Ársfundur Gildis 2019 og ársskýrsla Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn klukkan 17.00 fimmtudaginn 11. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Skýrsla stjórnar. Kynning ársreiknings.

mynd frá aðalfundi.png

mánudagur, 1. apríl 2019

Aðalfundur VM 2019

Aðalfundur VM fór fram föstudaginn 29. mars Á Hallveigarstíg 1 í miðbæ Reykjavíkur. Góð mæting var á aðalfundinn og ljóst er að félagsmenn eru áhugasamir að fá fréttir af félaginu.   Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf eins og skýrsla formanns, ársreikningar kynntir og lagabreytingar.