12.3.2019

Nýjung! Rafrænar umsóknir hjá sjúkrasjóði.

Núna er hægt að sækja rafrænt um styrki í sjúkrasjóð VM. Fyrst verður opnað á styrki úr sjúkrasjóði og er kominn hlekkur undir hvern og einn inn á rafrænu umsóknargáttina. Einnig verður fyrst um sinn í boði að gera eins og áður þ.e.a.s.  prenta út umsókn og senda til félagsins.  

Í kjölfarið munu svo fylgja möguleikar á því að sækja rafrænt um sjúkradagpeninga og styrki úr fræðslusjóði. 

Til þess að sækja um rafrænt er farið inn á heimasíðu VM undir - sjúkrasjóður, - aðrir styrkir og þar er hægt að ýta á „sækja um rafrænt“. Til þess að skrá sig inn þarf að hafa aðgang að rafrænum skilríkjum. Hægt er að setja viðeigandi gögn með inn á umsóknargáttina t.d reikninga og greiðslukvittanir.