6.3.2019

Námskeið um lífeyrismál

Þriðjudaginn 5. mars var haldið námskeið um lífeyrismál hjá VM. Mjög fín mæting og mikil ánægja var með námskeiðið. 

Næsta námskeið verður haldið þriðjudaginn 12. mars, fullbókað er á það námskeið. Þeir sem vilja fylgjast með námskeiðinu í gegnum fjarfundarbúnað geta haft samband við skiptiborð VM í síma 575 9800 eða á netfangið vm@vm.is og gefið upp nafn, kennitölu, síma og netfang. Slóð á fundinn verður send í gegnum tölvupóst.

Íslandsbanki sem heldur þetta námskeið fyrir okkur verður á Akureyri þann 12. mars kl. 17:00 á KEA. Allir eru velkomnir á þann fund. Hér er krækja á auglýsingu um fundinn á Akureyri.

Fróðlegur fundur um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er:
- Skerðingar og greiðslur Tryggingastofnunar
- Hvenær og hvernig er best að taka út lífeyri og séreign?
- Hvað þarf að hafa í huga varðandi skatta?
- Hver eru algengustu mistökin sem gerð eru við starfslok?