19.3.2019

Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA

Iðn­að­ar­menn slitu samn­inga­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir hádegi í dag, þriðjudaginn 19. mars.

Stöðumat samninganefndar iðnaðarmanna var að ekki yrði lengra haldið án þess að setja meiri þrýsting á Samtök atvinnulífsins.  

Samninganefnd VM hittist á morgun, miðvikudaginn 20 mars. Þar verður rætt um hvaða mögulegu aðgerðir félagsmenn fara í á næstu vikum og mánuðum og hver næstu skref eiga að vera í samningaviðræðum iðnaðarmanna við SA.