22.3.2019

Aðalfundur VM – reikningar og ársskýrsla

Aðalfundur VM verður haldinn þann 29. mars 2019
Fundarstaður: Hallveigarstígur 1, 101 Reykjavík.
Fundurinn hefst klukkan 17:00.

ATH BREYTTA STAÐSETNINGU AÐALFUNDAR VM 2019!

Vegna verkfallsboðunar VR og Eflingar á hótelum dagana 28. og 29. mars 2019 hefur stjórn VM tekið þá ákvörðun að breyta fundarstað aðalfundar sem auglýstur var á Grandhótel Reykjavík.

Nýr fundarstaður verður á Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, á sama tíma og áður var auglýst, föstudaginn 29. mars klukkan 17:00.

Ljóst er að ef fundurinn  færi fram á Grand hótel, gætu komið upp aðstæður sem væri hægt að túlka sem verkfallsbrot. VM virðir verkfallsrétt allra launamanna á landinu og telur ekki annað hægt en að færa fundinn vegna þessa.

Reikningar félagsins ásamt skýrslu stjórnar liggja frammi á skrifstofu félagsins.