14.2.2019

Vinnustaðafundur í Héðni

Formaður og starfsfólk VM er þessa dagana að funda með félagsmönnum VM á vinnustöðum.

Efni fundanna er staða kjarasamningamála og að heyra skoðun félagsmanna á því hver næstu skref eiga að vera í samningamálum félagsins við SA.

 

Í dag heimsótti VM Héðinn, Guðmundur Helgi formaður VM kynnti þær hugmyndir sem upp hafa komið við samningaborðið og hver staða mála væri. Mikið var um spurningar um stöðuna, enda eru þessir fundir hugsaðir þannig að félagsmenn segi sína skoðun.

Það er mikilvægt fyrir þá sem starfa hjá félaginu að heyra í hinum almenna félagsmanni svo að skrifstofa félagsins og félagsmenn VM gangi í takt í þeim viðræðum sem núna eiga sér stað við SA um nýjan kjarasamning.