3.1.2019

Vel sóttir fundir vélstjóra á sjó

Líkt og verið hefur stóð VM fyrir fundum á milli jóla og nýárs fyrir vélstjóra á sjó. Góð mæting var á fundina en fundað var í Reykjavík, Ólafsvík, Vestmannaeyjum á Akureyri og á Reyðarfirði. Fyrir jól var fundur á Höfn í Hornarfirði og félagsmenn VM á Vestfjörðum tóku þátt á fundinum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað á Ísafirði.

Góðar umræður mynduðust á öllum þessum fundum. Ljóst er að kjarasamningur VM og SFS er laus 1. október 2019, mikið var rætt um hvaða kröfur eigi að fara fram með þegar sest verður við samningaborðið í haust. 

Það er mikilvægt fyrir formann VM og starfsfólk að hitta okkar fólk á fundum sem þessum, það var því gott að sjá góða mætingu á flestum stöðum. Það er hugur í félaginu og félagsmönnum þess á nýju ári sem gott er að finna á þessu mikla kjarasamningaári.