7.1.2019

Það er mikilvægt að stjórnvöld hlusti

Guðmundur Helgi formaður VM var í útvarpsviðtali laugardaginn 5. janúar í þættinum Vinnuskúrinn. Hann var þar gestur Gunnars Smára Egilssonar ásamt Guðbjörgu Kristmundsdóttur verðandi formanns Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Ragnari Þór Ingólfssyni formanns VR, og Aðalsteini Árna Baldurssyni formanns verkalýðsfélagsins Framsýnar. 

Í viðtalinu segir Guðmundur Helgi t.d að alþingi þurfi að hlusta á kröfur launafólks ef það verður ekki gert þá þurfi verkalýðshreyfingin jafnvel að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk „Þetta veltur svolítið á hvernig kjarasamningar fara, hvort pólitíkin sé tilbúin að hlusta á menn í öllum atriðum og leyfa okkur að ræða hluti eins og húsnæðismálin, verðtrygginguna, lífeyrismál og skerðingar þar, þá er kannski ekki þörf á þessu. En menn hafa stofnað flokk á skemmri tíma en þremur árum, þannig að við skulum klára þessa kjarasamninga og sjá síðan hvað gerist.“

Hægt er að hlusta á viðtalið hér en Guðmundur Helgi kemur inn í þáttinn á mínútu 33. 

Hægt er að lesa frétt um viðtalið hér