4.1.2019

Iðnaðarmenn funduðu með SA í gær

Í gær var samningafundur iðnaðarmannafélaganna með Samtökum atvinnulífsins haldinn. Þetta var fyrsti fundurinn á árinu en iðnaðarmenn hafa fundað með SA síðan í lok nóvember. Á þessum fundum hafa ýmsar kröfur félaganna verið ræddar en í gær var verklag næstu vikna rætt og ljóst að nokkuð stíft verður fundað næstu vikurnar.

Eins og flestir vita runnu samningar út um áramótin og samningar því lausir. Það er því mikilvægt að unnið verður vel næstu vikurnar.