Fréttir 2018

Birta_logo_lit.png

fimmtudagur, 15. febrúar 2018

Kjör fulltrúa launamanna í stjórn Birtu

Ný stjórn Birtu lífeyrissjóðs verður kjörin á ársfundi 2. maí 2018. Valnefnd launamanna í sjóðnum auglýsir nú eftir fulltrúum til að taka sæti í stjórninni kjörtímabilin 2018-2019 og 2018-2020.Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins árs auk varamanns til tveggja ára og varamanns til eins árs.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 31. janúar 2018

Vinnustaðafundir

Sem liður í undirbúningi fyrir afstöðu VM til uppsagnar á kjarasamning á almennum markaði hefur Guðmundur Ragnarsson formaður VM áhuga á að heimsækja vinnustaði og að heyra hljóðið í félagsmönnum VM. Hvenær myndu slíkir fundir henta á ykkar vinnustað á tímabilinu 12. – 23. febrúar? Ákveða þarf tíma þegar sem flestir starfsmenn eru á staðnum.

Logo VM með texta

þriðjudagur, 23. janúar 2018

Launamiðar fyrir árið 2017

Launamiðar fyrir árið 2017 eru aðgengilegir á félagavef. Upplýsingarnar eru einnig forskráðar á framtal félagsmanna.

prosenta.png

fimmtudagur, 4. janúar 2018

1,7% atvinnuleysi í nóvember

1,7% atvinnuleysi í nóvemberSamkvæmt nýbirtum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist 1,7% atvinnuleysi í nóvember mánuði eða 2,5% sé leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu. Alls voru því um 3400 virkir í atvinnuleit eða um 1200 færri en á sama tíma árið 2016. Til samanburðar var atvinnuleysi 2,1% samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar þar sem atvinnuleitendum fjölgaði um 143 milli ára.