Fréttir 2018

golf2.jpg

miðvikudagur, 1. ágúst 2018

Golfmót VM

Golfmót VM verður haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þann 10 ágúst 2018. Fjöldi veglegra vinninga eru á mótinu fyrir efstu þrjú sætin með og án forgjafar, nándarverðlaun á 3, 7, 15 og 18 braut auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir lengstu upphafshögg á 5 og 13 braut.

Kapp.jpeg

mánudagur, 30. júlí 2018

Vinnustaðafundur í Kapp

Mánudaginn 30. Júlí var VM með vinnustaðafund hjá fyrirtækinu Kapp í Garðabæ en fjölmargir félagsmenn VM starfa þar. Guðmundur Helgi formaður VM kynnti starfsemi félagsins og kallaði eftir umræðum um hverjar kröfur félagsins ættu að vera í næstu kjarasamningum.

fimmtudagur, 26. júlí 2018

VM skrifar undir Kjarasamning

Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa skipstjórnarmanna og vélstjóra á skipum og bátum í ferðaþjónustu þann 21 júní 2018. Samningurinn tók gildi þann 1. Júlí 2018, Það er trú félaganna að þessi samningur sé mikil réttindabót fyrir félagsmenn sem starfa í kringum ferðaþjónustu á sjó þar sem ekki hefur verið til kjarasamningur um þessi störf áður.

föstudagur, 20. júlí 2018

Persónuverndarstefna VM

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga voru samþykkt frá Alþingi í sumar og tóku gildi þann 15. júlí 2018. Lögin innleiða reglugerð ESB um persónuvernd sem sett var vorið 2016 og samanstendur m.

IMG_2553.jpg

þriðjudagur, 3. júlí 2018

Ferð eldri félaga VM 2018

Ferð eldri félaga VM var farin þann 28. Júní. Farin var dagsferð um Þingvöll, Kaldadal og Reykholt í Borgarfirði. Lagt var af stað frá stórhöfða um klukkan níu um morguninn og þaðan ekið með um 60 manns á tveimur rútum sem leið lá til Þingvalla þar sem gengið var niður Almannagjá og Lögberg.

hvalur 2.JPG

fimmtudagur, 28. júní 2018

Kynningarfundur nýs kjarasamnings

VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna stóðu að sameiginlegum kynningarfundi vegna nýs kjarasamning skipstjórnarmanna og vélstjóra á bátum fyrirtækja í ferðaþjónustu í gær, miðvikudaginn 27. júní 2018, en skrifað var undir samning við samtök atvinnulífsins vegna þessara starfa fimmtudaginn 21. júní 2018.Fín mæting var á fundinn og urðu miklar umræður um samninginn.

Gudmhelgi_&_Gudni.JPG

fimmtudagur, 21. júní 2018

Vinnustaðafundir VM í Héðni og Samskip

Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og Guðni Gunnarsson starfsmaður kjara- og menntasviðs VM fóru í heimsókn í Héðinn þriðjudaginn 19. júní og Samskip miðvikudaginn 20. júní Fundurinn var haldinn til að kynna nýjan formann VM og heyra hljóðið í félagsmönnum fyrir komandi kjaraviðræður.

Bjarni-Saemundsson-RE-30.jpg

mánudagur, 18. júní 2018

Aðstæður um borð ekki leng­ur boðleg­ar

Stjórn­völd Íslands hafa van­rækt skyldu sína til að sjá til þess að haf­rann­sókn­ir við landið séu ætíð í fremstu röð. Kaupa verður skip í stað haf­rann­sókna­skips­ins Bjarna Sæ­munds­son­ar og huga þarf strax að skipi til að taka við af Árna Friðriks­syni.