Fréttir 2018

VM_logo_an_stafa-small.jpg

miðvikudagur, 17. október 2018

Úrskurðarnefnd fiskverðs úrskurðaði um fiskverð vegna Heimaeyjar VE-1, áhafnar Álseyjar VE-2 og áhafnar Sigurðar VE-15.

Úrskurðarnefnd um fiskverð úrskurðaði ný verð vegna makríls og síldar á skipum Ísfélags Vestmannaeyja. Úrskurðurinn kom í framhaldi að því að VM vísaði til úrskurðarnendar fyrir áhafnir skipanna. Verð hækkuðu nokkuð en ljóst er að við vildum fá meiri hækkun en þau verð sem úrskurðað var um í þessum úrskurði, þar sem frekar var tekið tillit til sjónarmiða SFS en VM.

ISAL-vinnustadafundur-okt-2018.jpg

mánudagur, 15. október 2018

Vinnustaðafundur í ÍSAL

Mánudaginn 8. október fóru fulltrúar VM, þeir Guðmundur Helgi formaður og Guðni starfsmaður kjarasviðs, í vinnustaðarheimsókn í ÍSAL. Tilgangur fundarins er að kynna starfsemi félagsins og að hlusta eftir hvaða kröfur félagsmenn vilja leggja áherslu á í komandi kjarasamningum.

ASI-Logo-v1-CMYK.jpg

miðvikudagur, 10. október 2018

Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði

yfirlýsing verkalýðshreyfingarinnar um þá mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki og opinberuð var almenningi í Kveik í síðustu viku. Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði Í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV 2. október 2018 var varpað ljósi á brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki.

Logo VM með texta

mánudagur, 8. október 2018

Kynntu þér málin

Mörg hugtök eru á Íslenskum vinnumarkaði. Þó að Íslendingar eru oft vel að sér um hvaða hugtök eru notuð um hina ýmsu hluti á vinnumarkaði þá er alltaf gott að rifja hlutina upp. Við fundum á netinu frábæra orðabók um helstu hugtök á vinnumarkaði.

kveikur.jpg

miðvikudagur, 3. október 2018

Stöðvum vinnumarkaðsglæpi

Í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gærkvöldi var varpað ljósi á brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki. Þar voru sýnd dæmi um alvarlega meinsemd í íslensku samfélagi sem lýsir sér í stórfelldum launaþjófnaði, alvarlegum brotum gangvart öryggi og aðbúnaði erlendra starfsmanna, illri meðferð og framgöngu fyrirtækja sem þegar verst lætur verður ekki lýst nema sem vinnumansali.

kvennafri-2018.jpg

þriðjudagur, 25. september 2018

Kvennafrí 2018

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði.

Samstarf-orlofshusa-VM-FMA.JPG

föstudagur, 14. september 2018

VM og FMA skrifa undir samstarfssamning um samnýtingu á orlofshúsum

Fimmtudaginn 13. september skrifuðu VM félag vélstjóra og málmtæknimanna og FMA félag málmiðnaðarmanna á Akureyri undir samstarfssamning um samnýtingu á orlofshúsum félaganna.  Samkomulagið gerir félögum í VM kleift að leiga orlofshús í eigu FMA og félögum í FMA kleift að leiga orlofshús í eigu VM.

össur3.png

þriðjudagur, 4. september 2018

Vinnustaðarheimsókn í Össur

Í dag þriðjudaginn 4. september fór formaður VM í vinnustaðarheimsókn í Össur. Tilgangur fundarins er að kynna starfsemi félagsins og að hlusta eftir hvaða kröfur félagsmenn vilja leggja áherslu á í komandi kjarasamningum.