28.12.2018

Fundir með vélstjórum á sjó

Nú þegar hafa verið haldnir þrír fundir með vélstjórum á sjó í kringum jól og áramót. Fyrsti fundurinn var haldinn á Höfn Hornafirði laugardaginn 15. desember s.l. á Pakkhúsinu. Svipuð mæting var á þann fund eins og síðast liðin ár fínar umræður voru á fundinum.

Annar og þriðji fundurinn fóru fram í Reykjavík í gær 27. desember í húsakinnum VM. Frekar dræm mæting var á fundinn með kaupskipum og hvalaskoðun en þokkaleg mæting var á seinni fundinn sem var með vélstjórum á fiskiskipum. Fínar umræður voru á báðum fundunum.

Hér er hægt að sjá þá fundi sem eftir eru. Við hvetjum félagsmenn til að mæta á fundina