28.11.2018

Verkalýðsfélög vinna mál gegn ISAL

Nýverið kom upp deila á milli stéttarfélaganna RSÍ, VM, FIT, Hlíf og VR annarsvegar og ISAL hinsvegar um kjör aðaltrúnaðarmanns þar sem fyrirtækið ætlaði sér ekki að greiða aðaltrúnaðarmanni ISAL rétt laun samkvæmt kjarasamningi.

Miðvikudaginn 21. nóvember sl., kvað Félagsdómur upp dóm sinn í máli nr. 6/2018, þar sem félögin gerðu kröfu um rétta niðurröðun í launaflokk. Það er skemmst frá því að segja að lögfræðingur RSÍ vann málið fyrir hönd aðaltrúnaðarmanns og ber ISAL því að greiða honum laun samkvæmt kjarasamningi. ISAL ber jafnframt að greiða málskostnað vegna málsins.