15.11.2018

Íslandsmótið í Málmsuðu

Íslandsmótið í Málmsuðu verður haldið dagana 16 og 24 Nóvember. Þann 16 Nóv kl. 13:00 hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri og þann 24 Nóv kl. 09:00 hjá Iðunni í Reykjavík.

Verðlaunaafhending mun fara fram að lokinni keppni í Reykjavík, kl. 17:00 hjá Iðunni og verða léttar veitingar í boði Micatronic og JAK ehf.

Þá mun Straumrás á Akureyri einnig halda hóf eftir keppnina á Akureyri fyrir Norðanmenn þar sem að þeir munu veita verðlaun fyrir alla suðuflokka.

Skráning er hafin á heimasíðu félagsins http://www.malmsuda.is.

Nú er keppenda handbókin komin uppfærð á skráningarsíðuna.

Aðalstyrktaraðili keppninnar að þessu sinni er Micatronic A/S og aðrir styrktaraðilar eru: JAK ehf, Landvélar, G.A. smíðajárn, Gastec, Klif, Héðinn, Verkmenntaskóli Akureyrar, Iðan, Straumrás, H.B Tækniþjónusta og VPS.

Hvetjum við fyrirtækin til að senda sýna bestu suðumenn til keppni til að efla málmsuðu á Íslandi og til að hittast og hafa gaman af.