Fréttir 10 2018

kveikur.jpg

miðvikudagur, 3. október 2018

Stöðvum vinnumarkaðsglæpi

Í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gærkvöldi var varpað ljósi á brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki. Þar voru sýnd dæmi um alvarlega meinsemd í íslensku samfélagi sem lýsir sér í stórfelldum launaþjófnaði, alvarlegum brotum gangvart öryggi og aðbúnaði erlendra starfsmanna, illri meðferð og framgöngu fyrirtækja sem þegar verst lætur verður ekki lýst nema sem vinnumansali.