15.10.2018

Vinnustaðafundur í ÍSAL

Mánudaginn 8. október fóru fulltrúar VM, þeir Guðmundur Helgi formaður og Guðni starfsmaður kjarasviðs, í vinnustaðarheimsókn í ÍSAL. Tilgangur fundarins er að kynna starfsemi félagsins og að hlusta eftir hvaða kröfur félagsmenn vilja leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. 

Góðar umræður sköpuðust um starfsemi félagsins og hvaða kröfur menn vilja leggja áherslu á í komandi kjaraviðræðum.

Það er mikilvægt fyrir starfsfólk VM að vera vel tengt við félagsmenn sína. Þessar vinnustaðarheimsóknir eru góð leið til þess.