25.10.2018

Ný stjórn tekur við hjá Iðunni fræðslusetri

Ný stjórn Iðunnar tók við á aðalfundi sem haldinn var í síðustu viku. 

Í stjórninni eru Guðmundur Helgi Þórarinsson Eyjólfur Bjarnason, Guðrún Birna Jörgensen, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Finnbjörn Hermannsson, Guðmundur Ingi Skúlason, Hilmar Harðarson, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, Georg Páll Skúlason og Þráinn Lárusson.

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Um áramótin 2006/2007 bættist síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn. Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Grafía, FIT, VM, Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða.

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

IÐAN hefur hlotið EQM (European Quality Mark) gæðavottunina sem er staðfesting á því að námskeið IÐUNNAR standast evrópskar kröfur um gæði fræðsluaðila.