23.10.2018

Kjarakönnun VM 2018 er hafin!

VM hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi. Könnunin tekur til septemberlauna 2018.

Félagsvísindastofnun hefur sent pósta á þátttakendur með hlekk á könnunina. Þátttakendur þurfa einungis að hafa launaseðil fyrir september 2018 við hendina þegar þeir svara könnuninni. Könnunin er einfaldari en undanfarin ár þar sem nú er einungis spurt um laun, vinnutíma og bakgrunnsupplýsingar.

 Við hvetjum þig til að taka þátt í könnuninni. Upplýsingar verða nýttar í kröfugerð félagsins fyrir komandi kjaraviðræður. Áreiðanleiki könnunarinnar byggist á því að sem mest þátttaka verði.

 Við hvetjum alla til að taka þátt!