Fréttir 10 2018

ASÍ - logo

mánudagur, 29. október 2018

Verðlagseftirlit ASÍ á facebook

Með nýrri Facebook síðu munu verðkannanir vonandi ekki fara framhjá neinum en því fleiri sem taka eftir verðlagsfréttum, því meira verður aðhald við fyrirtæki og stofnanir. Tilgangurinn með opnun sérstakrar Facebook síðu Verðlagseftirlitsins er að ná til fleira fólks og breiðari hóps fólks og styrkja þannig Verðlagseftirlitið.

Logo VM með texta

föstudagur, 26. október 2018

Sveinspróf jafngildi stúdentsprófi

VM fagnar frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi um að sveinspróf verði metið til jafns við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla og vonar að það nái fram að ganga. Það væri mikilvægur þáttur í að gera iðnnámi hærra undir höfði og mikilvægt væri að að fá streymi nemenda inní háskólanám með ólíkan bakgrunn með verk- og tæknimenntun en ekki bara stúdentspróf.

stjórniðunnar3.jpg

fimmtudagur, 25. október 2018

Ný stjórn tekur við hjá Iðunni fræðslusetri

Ný stjórn Iðunnar tók við á aðalfundi sem haldinn var í síðustu viku.  Í stjórninni eru Guðmundur Helgi Þórarinsson Eyjólfur Bjarnason, Guðrún Birna Jörgensen, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Finnbjörn Hermannsson, Guðmundur Ingi Skúlason, Hilmar Harðarson, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, Georg Páll Skúlason og Þráinn Lárusson.

Logo VM

þriðjudagur, 23. október 2018

Kjarakönnun VM 2018 er hafin!

VM hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi. Könnunin tekur til septemberlauna 2018. Félagsvísindastofnun hefur sent pósta á þátttakendur með hlekk á könnunina.

alvotech8.png

föstudagur, 19. október 2018

Vinnustaðarheimsókn í Alvotech

Í dag föstudaginn 19.10.2018 fóru starfsmenn VM í vinnustaðarheimsókn í Alvotech. Í Alvotech vinna fjórir félagsmenn VM en að sögn starfsmanna gæti þeim fjölgað á næstunni. Alvotech er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknilyfja.

VM_logo_an_stafa-small.jpg

miðvikudagur, 17. október 2018

Úrskurðarnefnd fiskverðs úrskurðaði um fiskverð vegna Heimaeyjar VE-1, áhafnar Álseyjar VE-2 og áhafnar Sigurðar VE-15.

Úrskurðarnefnd um fiskverð úrskurðaði ný verð vegna makríls og síldar á skipum Ísfélags Vestmannaeyja. Úrskurðurinn kom í framhaldi að því að VM vísaði til úrskurðarnendar fyrir áhafnir skipanna. Verð hækkuðu nokkuð en ljóst er að við vildum fá meiri hækkun en þau verð sem úrskurðað var um í þessum úrskurði, þar sem frekar var tekið tillit til sjónarmiða SFS en VM.

ISAL-vinnustadafundur-okt-2018.jpg

mánudagur, 15. október 2018

Vinnustaðafundur í ÍSAL

Mánudaginn 8. október fóru fulltrúar VM, þeir Guðmundur Helgi formaður og Guðni starfsmaður kjarasviðs, í vinnustaðarheimsókn í ÍSAL. Tilgangur fundarins er að kynna starfsemi félagsins og að hlusta eftir hvaða kröfur félagsmenn vilja leggja áherslu á í komandi kjarasamningum.

ASI-Logo-v1-CMYK.jpg

miðvikudagur, 10. október 2018

Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði

yfirlýsing verkalýðshreyfingarinnar um þá mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki og opinberuð var almenningi í Kveik í síðustu viku. Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði Í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV 2. október 2018 var varpað ljósi á brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki.

Logo VM með texta

mánudagur, 8. október 2018

Kynntu þér málin

Mörg hugtök eru á Íslenskum vinnumarkaði. Þó að Íslendingar eru oft vel að sér um hvaða hugtök eru notuð um hina ýmsu hluti á vinnumarkaði þá er alltaf gott að rifja hlutina upp. Við fundum á netinu frábæra orðabók um helstu hugtök á vinnumarkaði.