Fréttir 09 2018

kvennafri-2018.jpg

þriðjudagur, 25. september 2018

Kvennafrí 2018

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði.

Samstarf-orlofshusa-VM-FMA.JPG

föstudagur, 14. september 2018

VM og FMA skrifa undir samstarfssamning um samnýtingu á orlofshúsum

Fimmtudaginn 13. september skrifuðu VM félag vélstjóra og málmtæknimanna og FMA félag málmiðnaðarmanna á Akureyri undir samstarfssamning um samnýtingu á orlofshúsum félaganna.  Samkomulagið gerir félögum í VM kleift að leiga orlofshús í eigu FMA og félögum í FMA kleift að leiga orlofshús í eigu VM.

össur3.png

þriðjudagur, 4. september 2018

Vinnustaðarheimsókn í Össur

Í dag þriðjudaginn 4. september fór formaður VM í vinnustaðarheimsókn í Össur. Tilgangur fundarins er að kynna starfsemi félagsins og að hlusta eftir hvaða kröfur félagsmenn vilja leggja áherslu á í komandi kjarasamningum.