7.8.2018

Vinnutími félagsmanna VM

 Á síðustu vikum hafa starfsmenn VM farið vítt og breytt í heimsóknir á vinnustaði og hafa oft myndast góðar umræður um hvað leggja eigi áherslu á í komandi kjarasamningum.

Mjög margir hafa lagt áherslu á það að félagsmenn VM eigi að geta lifað af dagvinnulaunum sínum.  Í kjarakönnun VM sem gerð er á hverju ári hefur verið spurt um meðalfjölda vinnustuna á viku. Í síðustu könnun var ánægjulegt að sjá það að vinnuvikan hjá félagsmönnum VM virðist vera að styttast á milli áranna 2016 og 2017 en betur má ef duga skal því könunnin sýnir jafnfram að félagsmenn VM vinna lengri vinnuviku en Íslendingar almennt.  

Betur er hægt að átta sig á þessum tölum á myndinni sem fylgir með fréttinni.

Nánar er hægt að kynna sér kjarakönnun VM 2017 hér.