31.8.2018

Vinnustaðarheimsókn í Frost

Í dag föstudaginn 31 ágúst fór formaður VM í vinnustaðarheimsókn í Frost Garðabæ. Tilgangur fundarins er að kynna starfsemi félagsins og að hlusta eftir hvaða kröfur félagsmenn vilja leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. 

Það er mikilvægt fyrir starfsfólk VM að vera vel tengt við félagsmenn sína. Þessar vinnustaðarheimsóknir eru góð leið til þess. 

Góðar umræður sköpuðust um starfsemi félagsins, öryggismál iðnaðarmanna, vottanir í kæligeiranum og komandi kjarasamninga. 

Þetta var góður og gagnlegur fundur og ljóst er að starfsmenn VM eru margs vísari eftir þessa heimsókn.