27.8.2018

Þing ASÍ-UNG

þing ASÍ-UNG verður haldið föstudaginn 14. september nk. á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Þingið hefst klukkan 10 og gert ráð fyrir því að þingslit verði klukkan 16 og við taki óformleg dagskrá sem ljúki með kvöldverði. Stjórn ASÍ-UNG hefur samþykkt að helstu umræðuefni þingsins verði komandi kjarasamningar, fræðsla um kjarasamninga og hlutverk og málefni stéttarfélaga almennt. Þetta verður vonandi fróðlegt þing og gott er að hægt sé að virkja ungt fólk innan stéttarfélaganna. VM á rétt á þremur fulltrúum á þingið og því verða öflugir málsvarar VM á þinginu.